Ferill 452. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 720  —  452. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Í hve margar klukkustundir á tímabilinu 1. janúar 1998 til 1. september 2000 voru þyrlur Landhelgisgæslunnar annars vegar og gæsluflugvélin hins vegar á flugi vegna:
                  a.      gæslu 200 sjómílna lögsögunnar,
                  b.      æfingaflugs, ótengdu Slysavarnaskóla sjómanna?
     2.      Hve margir starfsmenn Landhelgisgæslunnar nutu endurmenntunar á fyrrgreindu tímabili, skipt eftir starfsgreinum, en í svari ráðherra á þskj. 328 kom fram að kostnaður við hana nam 31.745.448 kr.? Hvert var heiti náms?
     3.      Hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar oftar en einu sinni notið endurmenntunar á fyrrgreindu tímabili? Ef svo er, hve margir, hve oft og úr hvaða starfsgreinum?



Skriflegt svar óskast.