Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 726  —  455. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um sjómælingar við Ísland.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Frá hvaða tíma eru elstu dýpistölur sjómælinga við Ísland sem enn er stuðst við á sjókortum og hverjir önnuðust þær mælingar?
     2.      Hvenær er áætlað að ljúka endurmælingu dýpis við strendur landsins og á helstu fiskimiðum?
     3.      Hafa sjómælingar verið efldar í samræmi við þingsályktun um rannsóknir og sjómælingar innan efnahagslögsögunnar frá 14. maí 1997 þar sem „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efla rannsóknir og sjómælingar við landið, með sérstakri áherslu á hafsvæðið innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar fyrir sunnan landgrunn Íslands frá Reykjaneshrygg að Færeyjahrygg“?
     4.      Er samstarf á milli landmælinga og sjómælinga, t.d. í kortagerð eða með öðrum hætti?
     5.      Hvert var úthald sjómælingabáts sl. þrjú ár, þ.e. dagafjöldi við mælingavinnu? Hvað eru margir í áhöfn og hve margir eru lögskráningardagar á ári?
     6.      Hver var heildarrekstrarkostnaður sjómælingabátsins á ári sl. þrjú ár?
     7.      Er stærð sjómælingabátsins hentug með tilliti til veðurfarslegra aðstæðna hér við land og þeirra verkefna sem fyrir liggja?
     8.      Er samruni Sjómælinga Íslands og Landmælinga Íslands hagkvæmur kostur með tilliti til verklegra og fjárhagslegra þátta?


Skriflegt svar óskast.