Ferill 120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 728  —  120. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Múla Jónasson og Auðun Sæmundsson frá Fiskistofu, Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti og Eggert Kjartansson frá Kolavinnslunni Suðurnes ehf. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Hafrannsóknastofnuninni, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Byggðastofnun, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Landssambandi smábátaeigenda, Þjóðhagsstofnun, Verslunarráði Íslands, Vélstjórafélagi Íslands og Sjómannasambandi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimild til svokallaðrar tegundartilfærslu verði þrengd. Í tegundartilfærslu samkvæmt gildandi lögum felst að heimilt er að veiða yfir aflamark í tiltekinni tegund botnfisks allt að 5% af heildarverðmæti botnfisksaflamarks, enda skerðist aflamark í öðrum tegundum botnfisks hlutfallslega miðað við reiknað verðmæti tegundanna (þorskígildisstuðla). Upphaflegur tilgangur með slíku ákvæði var sá að skapa sveigjanleika í kerfinu þannig að síður kæmi til brottkasts þegar fisktegund fengist sem viðkomandi bátur hefði ekki aflamark í. Framkvæmdin hefur hins vegar orðið sú að heimildin hefur fyrst og fremst verið nýtt til að auka afla í eftirsóknarverðari tegundum og draga úr veiði á öðrum. Því er lagt til að heimildin verði takmörkuð þannig að aldrei verði heimilt að breyta meira en sem nemur 2% af heildarbotnfiskskvótanum í hverja tegund. Eftir standa 3% sem nýtast í hinum upprunalega tilgangi ákvæðisins sem er að skapa sveigjanleika í kerfinu þannig að meðafla sé síður hent þegar fisktegund veiðist sem ekki er aflamark fyrir.
    Meiri hlutinn vill vekja athygli á að núgildandi reglur um tegundartilfærslu hafa leitt til þess að fiskverkendur hafa lent í erfiðleikum með að verða sér úti um hráefni úr tilteknum tegundum þegar lækkandi fiskverð hefur orðið til þess að heimild til tegundartilfærslu hefur verið nýtt til breytinga í verðmeiri tegundir. Í töflu í fylgiskjali sem Fiskistofa hefur tekið saman kemur þetta vel fram. Þar sést að tegundartilfærsla í einstökum tegundum hefur numið allt að 60,5% af úthlutuðu aflamarki á ári. Augljóst er að þetta er ekki í samræmi við upphaflegan tilgang sem var að tryggja tiltekinn sveigjanleika í kerfinu.
    Þar sem liðið er á fiskveiðiárið og margir einstaklingar og lögaðilar hafa gert ráðstafanir í samræmi við gildandi lög leggur meiri hlutinn til að frumvarpið taki gildi um næstu fiskveiðiáramót.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    2. gr. orðist svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2001.

    Hjálmar Árnason og Árni R. Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Árni Steinar Jóhannsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu með fyrirvara.
    Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann Ársælsson skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 15. febr. 2001.
Einar K. Guðfinnson,


form., frsm.


Guðmundur Hallvarðsson.


Vilhjálmur Egilsson.Kristinn H. Gunnarsson.


Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.


Svanfríður Jónasdóttir,


með fyrirvara.


Fylgiskjal.


Fiskistofa, 27. nóvember 2000. Leyfilegur heildarafli, tegundartilfærslur1 aflamarks og heildarafli á fiskveiðiárunum 1992/93–1999/2000. Botnfisktegundir.
Tölur fyrir tegundartilfærslu aflamarks eru nettótölur. Allar tölur miðast við lestir og óslægðan afla þar sem það á við. Aflatölur fiskveiðiársins 1999/2000 eru bráðabirgðatölur.
Fiskveiðiárið 1992/93 Fiskveiðiárið 1993/94 Fiskveiðiárið 1994/95 Fiskveiðiárið 1995/96

Fiskteg.
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundartilfærsla1 % af leyfilegum afla Heildarafli
allra skipa
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundar-
tilfærsla1
% af leyfilegum afla Heildarafli
allra skipa
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundar-
tilfærsla1
% af leyfil. afla Heildarafli
allra skipa
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundar-
tilfærsla1
% af leyfil. afla Heildarafli
allra skipa
Þorskur 205.000 -597 -0,3% 240.808 155.000 -44 0,0% 196.929 155.000 -93 -0,1% 164.113 155.000 -75 0,0% 169.768
Ýsa 65.000 -5.226 -8,0% 48.029 65.000 -3.306 -5,1% 56.171 65.000 -2.159 -3,3% 60.528 60.000 -2.985 -5,0% 53.914
Ufsi 92.000 -3.666 -4,0% 76.062 85.000 -5.154 -6,1% 66.620 75.000 -7.504 -10,0% 49.919 70.000 -12.214 -17,4% 40.547
Karfi 104.000 6.756 6,5% 103.325 90.000 8.216 9,1% 93.299 77.000 13.260 17,2% 91.146 65.000 11.281 17,4% 78.369
Steinbítur - - - 12.384 - - - 13.322 - - - 12.280 - - - 15.179
Grálúða 30.000 5.750 19,2% 34.717 30.000 2.002 6,7% 28.420 30.000 -1.031 -3,4% 26.499 20.000 -276 -1,4% 22.371
Skarkoli 13.000 598 4,6% 12.764 13.000 378 2,9% 12.465 13.000 -217 -1,7% 11.320 13.000 -445 -3,4% 11.197
Langlúra - - - 1.658 - - - 1.771 - - - 1.642 - - - 1.699
Sandkoli - - - 3.313 - - - 4.676 - - - 5.626 - - - 6.792
Skrápflúra - - - 1.339 - - - 1.560 - - - 4.952 - - - 6.109
Þykkvalúra - - - 716 - - - 693 - - - 741 - - - 914
Samtals 509.000 3.615 - 535.115 438.000 2.093 - 475.926 415.000 2.256 - 428.767 383.000 -4.714 - 406.859
Fiskveiðiárið 1996/97 Fiskveiðiárið 1997/98 Fiskveiðiárið 1998/99 Fiskveiðiárið 1999/00

Fiskteg.
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundar-
tilfærsla1
% af leyfilegum afla Heildarafli
allra skipa
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundar-
tilfærsla1
% af leyfilegum afla Heildarafli
allra skipa
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundar-
tilfærsla1
% af leyfil. afla Heildarafli
allra skipa
Leyfilegur
afli skv. rgl.
Tegundar-
tilfærsla1
% af leyfil. afla Heildarafli
allra skipa
Þorskur 186.000 -100 -0,1% 203.811 218.000 -123 -0,1% 227.757 250.000 -181 -0,1% 254.800 250.000 -189 -0,1% 255.600
Ýsa 45.000 462 1,0% 49.701 45.000 -4.698 -10,4% 37.799 35.000 -50 -0,1% 45.300 35.000 693 2,0% 41.200
Ufsi 50.000 -15.826 -31,7% 37.368 30.000 -1.006 -3,4% 32.692 30.000 -1.081 -3,6% 30.778 30.000 -1.037 -3,5% 29.800
Karfi 65.000 9.336 14,4% 74.090 65.000 6.952 10,7% 68.088 65.000 5.376 8,3% 72.575 60.000 1.779 3,0% 62.900
Steinbítur 13.000 -464 -3,6% 11.591 13.000 -1.687 -13,0% 11.766 13.000 -2.994 -23,0% 13.084 13.000 -2.030 -15,6% 14.900
Grálúða 15.000 630 4,2% 19.055 10.000 864 8,6% 11.333 10.000 975 9,8% 11.335 10.000 1.505 15,1% 11.900
Skarkoli 12.000 -1.370 -11,4% 10.512 9.000 -678 -7,5% 8.238 7.000 -131 -1,9% 7.500 4.000 711 17,8% 4.970
Langlúra 1.200 183 15,2% 1.300 1.100 33 3,0% 995 1.100 10 0,9% 1.157 1.100 5 0,5% 1.100
Sandkoli - - - 8.260 7.000 -8 -0,1% 6.032 7.000 -2.323 -33,2% 4.205 7.000 -4.232 -60,5% 2.740
Skrápflúra - - - 5.471 5.000 -453 -9,1% 3.413 5.000 -1.941 -38,8% 3.257 5.000 -2.280 -45,6% 2.780
Þykkvalúra - - - 1.064 - - - 1.347 - - - 1.887 1.400 92 6,6% 1.395
Samtals 387.200 -7.149 - 422.223 403.100 -804 - 409.460 423.100 -2.339 - 445.878 416.500 -4.982 - 429.285
1    Heimild aflamarksskipa til að veiða umfram aflamark af tiltekinni botnfisktegund skv. 1. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
    Á fiskveiðiárinu 1997/1998 var stuðlum, sem nota ber við umreikning á óslægðum þorsk-, ýsu- og ufsaafla í slægðan afla, breytt úr 0,8 í 0,84.