Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 788  —  501. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um sjúkrasjóði stéttarfélaga.

Frá Pétri H. Blöndal.     1.      Hve margir sjúkrasjóðir taka við iðgjöldum í samræmi við greiðsluskyldu skv. 6. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda?
     2.      Hvert er markmið og hlutverk sjúkrasjóða samkvæmt lögum?
     3.      Ber atvinnurekanda að greiða iðgjald af launum starfsmanns sem á ekki aðild að stéttarfélagi og hver er réttur starfsmannsins til bóta?
     4.      Hvert er iðgjaldið sem hlutfall af launum og hvaða laun eru lögð til grundvallar hjá einstökum sjúkrasjóðum?
     5.      Hvernig er iðgjaldið ákveðið eða því breytt hjá einstökum sjúkrasjóðum?
     6.      Hverjar eru reglur um bætur hjá einstökum sjúkrasjóðum?
     7.      Hver er fjárfestingarstefna einstakra sjúkrasjóða?
     8.      Hvernig er fjármálaeftirliti og endurskoðun reikninga háttað hjá hverjum sjúkrasjóði?
     9.      Hver skipar stjórnir einstakra sjúkrasjóða?
     10.      Hverjar eru nýjustu upplýsingar úr ársreikningum einstakra sjúkrasjóða um eftirtalin atriði:
                  a.      tekjur vegna iðgjalds skv. 4. lið,
                  b.      aðrar tekjur,
                  c.      bótagreiðslur,
                  d.      rekstrarkostnað,
                  e.      annan kostnað,
                  f.      eignir,
                  g.      skuldir,
                  h.      hreina eign?
     11.      Hefur verið kannað hvort lagaskylda allra atvinnurekenda til að greiða iðgjald í sjúkrasjóð, sem er ákveðið af þriðja aðila og nýtist launþega en ekki atvinnurekanda, samrýmist ákvæðum 77. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, um að skattamálum skuli skipað með lögum?


Skriflegt svar óskast.