Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 850  —  441. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Sverris Hermannssonar um skipstjórakvóta.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvers eðlis var hinn svonefndi „skipstjórakvóti“? Hvaða reglur voru samdar um sérúthlutun skipstjórakvóta og hverjir hlutu?
     2.      Var endurúthlutað kvóta til skipa vegna stækkunar skips eða aukinna afkasta og hverjir hlutu?
     3.      Hversu mikið kom í hlut hvers kvótaþega í þorskígildum?
     4.      Hvernig skiptist úthlutunin eftir fisktegundum?
     5.      Hvaða hlutverki gegndi svokölluð „samráðsnefnd“ þegar um endurúthlutun aflakvóta eða aflahlutdeilda var að ræða, annars vegar „skipstjórakvóta“ og hins vegar til endurúthlutunar á skip vegna annarra ástæðna og um hvaða skip var að ræða?


    1. Við ákvörðun á „skipstjórakvóta“ var byggt á 4. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 44/1984, sem orðaðist svo:
    „Hafi skipstjóraskipti á árinu 1983 orðið með þeim hætti, að skipstjóri, sem fram að skiptum hafði stýrt sama skipi samfellt á viðmiðunartímabilinu sbr. 6. gr., tekur við öðru sambærilegu skipi í 3. stærðarflokki eða stærra sbr. 9. gr., og meirihluti áhafnar flyst með honum, skal heimilt, auk vals sbr. 1. mgr., að gefa kost á því að aflamark á skipinu, sem skipstjóri tekur við, miðist við aflareynslu áhafnarinnar á fyrra skipinu.“
    Í fyrri dálki töflunnar eru tilgreind þau sex skip sem fengu skipstjórakvóta og í síðari dálki skip sem skipstjóri var áður með.
                   
    Fengu skipstjórakvóta: Fyrra skip:
1622 Smáey 1245 Stokksey
1369 Akureyrin 1395 Kaldbakur
1084 Friðrik Sigurðsson 980 Friðrik Sigurðsson
1179 Ófeigur 707 Ófeigur III
1365 Viðey 1328 Snorri Sturluson
1511 Jóhannes Gunnar 1161 Drífa

    2. Ekki kom til endurúthlutunar á kvótum vegna stækkunar eða aukinna afkasta skipa tengt skipstjórareglunni. Hins vegar mótaðist sóknarmark og meðalkvóti af stærð skipa.

    3.–4. Í eftirfarandi töflum kemur fram hvað hvert þessara 6 skipa hefði fengið samkvæmt reynslukvóta og hins vegar hver skipstjórakvótinn varð eftir fisktegundum. Í dálknum „mismunur“ sést hvort viðkomandi skip hækkaði eða lækkaði í tegundum.



    Smáey 1622

    Akureyrin 1369

Reynslukvóti Skipstjórakvóti
Mismunur
Reynslukvóti Skipstjórakvóti
Mismunur
Þorskur 343,8 245,5 -98,3 Þorskur 1.060,8 1.512,0 +451,2
Ýsa 315,4 585,0 +269,6 Ýsa 254,4 266,0 +11,6
Ufsi 102,6 126,0 +23,4 Ufsi 284,2 177,5 -106,7
Karfi 106,3 19,5 -86,8 Karfi 1.364,4 1.146,0 -218,4
Skarkoli 59,5 16,5 -43,0 Skarkoli 51,4 115,5 +64,1
Grálúða 0,0 0,0 +0,0 Grálúða 581,8 1.180,0 +598,2
Steinbítur 7,8 0,5 -7,3 Steinbítur 81,5 48,5 -33,0
Alls lestir 935,4 993,0 +57,6 Alls lestir 3.678,5 4.445,5 +767,0
Friðrik Sigurðsson 1084 Ófeigur 1179
Reynslukvóti Skipstjórakvóti
Mismunur
Reynslukvóti Skipstjórakvóti
Mismunur
Þorskur 329,5 503,5 +174,0 Þorskur 224,1 320,5 +96,4
Ýsa 86,0 85,5 -0,5 Ýsa 40,4 13,0 -27,4
Ufsi 152,3 279,5 +127,2 Ufsi 221,8 148,0 -73,8
Karfi 19,6 42,0 +22,4 Karfi 19,6 20,0 +0,4
Skarkoli 20,4 26,5 +6,1 Skarkoli 0,1 0,0 -0,1
Grálúða 1,4 0,0 -1,4 Grálúða 0,0 0,0 0,0
Steinbítur 3,5 2,0 -1,5 Steinbítur 6,2 10,5 +4,3
Alls lestir 612,7 939,0 +326,3 Alls lestir 512,2 512,0 -0,2

    Viðey 1365

    Jóhannes Gunnar 1511
Reynslukvóti Skipstjórakvóti
Mismunur
Reynslukvóti Skipstjórakvóti
Mismunur
Þorskur 488,5 386,0 -102,5 Þorskur 40,0 98,0 +58,0
Ýsa 122,1 126,5 +4,4 Ýsa 9,5 2,0 -7,5
Ufsi 381,8 1.487,5 +1.105,7 Ufsi 7,3 15,0 +7,7
Karfi 1.840,9 2.941,5 +1.100,6 Karfi 0,1 0,5 +0,4
Skarkoli 44,2 22,0 -22,2 Skarkoli 1,9 5,0 +3,1
Grálúða 300,0 30,5 -269,5 Grálúða 0,0 0,0 0,0
Steinbítur 39,5 28,0 -11,5 Steinbítur 2,3 0,0 -2,3
Alls lestir 3.217,0 5.022,0 +1.805,0 Alls lestir 61,1 120,5 +59,4

    5. Hlutverk samráðsnefndar var skilgreint í 16. gr. reglugerðar nr. 44/1984:
    „Sérstök samráðsnefnd þriggja manna, skipuð einum fulltrúa frá samtökum sjómanna og einum fulltrúa frá samtökum útvegsmanna auk formanns, sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar, skal fjalla um öll álita- og ágreiningsmál varðandi veiðileyfi, aflamark og sóknarmark samkvæmt reglugerð þessari. Í starfi sínu skal nefndin leitast við að velja úrræði sem stuðla að því að draga úr útgerðarkostnaði. Nefndin skal sérstaklega fjalla um ákvarðanir samkvæmt ákvæðum 11. og 12. greinar, svo og til hvaða flokks samkvæmt a-lið 6. gr. skuli telja hvert skip.
    Nefndin skal skila skriflegum tillögum til ráðuneytisins um úrlausn einstakra mála.“
    Samráðsnefnd fékk fjölda úrlausnarefna samkvæmt framansögðu. Má þar nefna leiðréttingar á viðmiðunarafla, uppreikning á afla vegna frátafa á viðmiðunartímabilinu, röðun skipa í útgerðarflokka, skilyrði skipstjórareglunnar o.s.frv.