Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 855  —  520. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorgeir Örlygsson, Guðjón Axel Guðjónsson og Kristínu Haraldsdóttur frá iðnaðarráðuneyti, Júlíus Jónsson frá Hitaveitu Suðurnesja, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, og Skúla Skúlason og Guðjón Guðmundsson frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
    Frumvarpið miðar að því að heimilt verði að sameina Hitaveitu Suðurnesja, sem ríkissjóður á nú 20% hlut í, og Rafveitu Hafnarfjarðar og stofna hlutafélag um reksturinn undir nafninu Hitaveita Suðurnesja hf.
    Við meðferð málsins í nefndinni kom fram að fullt samkomulag er um sameininguna hjá öllum hlutaðeigandi aðilum.
    Gerð er breytingartillaga við ákvæði 2. gr. frumvarpsins þannig að enginn vafi geti leikið á því að átt sé við eignarhluti í Hitaveitu Suðurnesja við sameiningu fyrirtækjanna tveggja.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

                        

    Við 2. gr. Í stað orðsins „eftir“ kemur: við.

    Ísólfur Gylfi Pálmason, Pétur H. Blöndal og Svanfríður Jónasdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Árni Steinar Jóhannsson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 13. mars 2001.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.



Drífa Hjartardóttir.


Árni R. Árnason.


Árni Steinar Jóhannsson,


með fyrirvara.