Ferill 560. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 866  —  560. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um kostnað við aðal- og svæðisskipulag.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hver hafa heildarútgjöld Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga verið við aðal- og svæðisskipulag á árunum 1997 2000, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hve há má ætla að þessi útgjöld verði árin 2001 2008?
     3.      Hvernig hefur kostnaður við aðal- og svæðisskipulag skipst milli ríkisins og sveitarfélaganna?
     4.      Hve hátt hlutfall hafa einstök sveitarfélög greitt af kostnaði við gerð aðal- og svæðisskipulags á árunum 1997 2000?
     5.      Hve hátt hlutfall munu einstök sveitarfélög greiða af kostnaði við aðal- og svæðisskipulag árin 2001 2008 miðað við óbreyttar reglur?


Skriflegt svar óskast.









                        










Prentað upp.