Ferill 562. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 868  —  562. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um eingreiðslur tekjutryggingar.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hver er heildarupphæð eingreiðslna (tekjutrygging auk vaxta) samkvæmt bráðabirgðaákvæði III í lögum nr. 3/2001, um breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 117/ 1993, sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir 1. apríl nk.?
     2.      Hversu mörg heimili fá eingreiðslur?
     3.      Hversu háar eru eingreiðslurnar að meðaltali?
     4.      Hvernig dreifast eingreiðslurnar að fjölda til eftir upphæð þeirra og mánaðartekjum (viðmiðunartekjum) hjóna/sambýlisfólks? Eingreiðslunum verði skipt í: undir 250.000 kr., 250.000–500.000 kr., 500.000–750.000 kr., 750.000–1.000.000 kr., 1.000.000– 1.250.000 kr., 1.250.000–1.500.000 kr., yfir 1.500.000 kr. Mánaðartekjum (viðmiðunartekjum) hjóna/sambýlisfólks verði skipt í: undir 100.000 kr., 100.000–150.000 kr., 150.000–200.000 kr., 200.000–300.000 kr., 300.000–400.000 kr., 400.000–500.000 kr., yfir 500.000 kr. Með mánaðartekjum (viðmiðunartekjum) er átt við síðustu þekktar viðmiðunartekjur.
     5.      Hverjar eru samtals eingreiðslur í hverjum hóp skv. 4. lið?
     6.      Hvað er talið að eingreiðslur hefðu hækkað mikið að jafnaði ef ákveðið hefði verið að greiða tekjutryggingu allt aftur til gildistöku laga um almannatryggingar, nr. 117/1993, 1. janúar 1994?


Skriflegt svar óskast.