Ferill 564. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 870  —  564. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um reynslulausn.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.



     1.      Hversu oft hefur reynslulausn verið beitt á undanförnum 4 árum?
     2.      Hversu oft hefur reynslulausn verið beitt á undanförnum 4 árum eftir að helmingur fangelsisrefsingar er liðinn?
     3.      Hversu oft hefur reynslulausn verið beitt á undanförnum 4 árum eftir að tveir þriðju hlutar fangelsisrefsingar eru liðnir?
     4.      Við hvers konar hegningarlagabrot hefur reynslulausn verið beitt á undanförnum 4 árum, sundurliðað?
     5.      Hver er helsti rökstuðningur Fangelsismálastofnunar þegar hún veitir reynslulausn, en skv. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um fullnustu refsidóma, nr. 29/1993, ber stofnuninni að rökstyðja ákvörðun sína?



Skriflegt svar óskast.