Ferill 365. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 874  —  365. mál.
Svarheilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Möller um Framkvæmdasjóð aldraðra.


     1.      Hver er heildarfjárhæð sem runnið hefur til Framkvæmdasjóðs aldraðra árin 1990–2000, sbr. 10. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999?

    Í töflu 1 getur að líta hvað runnið hefur í Framkvæmdasjóð aldraðra á umbeðnu tímabili. Þess ber að geta að tölurnar fyrir árið 2000 eru ekki fullunnar þar sem bókhaldsniðurstöður liggja ekki fyrir. Upplýsingarnar eru byggðar á þeim gögnum sem til eru í ráðuneytinu og fram koma í fjárlögum ársins.

Tafla 1.


Tekjur, í millj. kr. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Samtals
Gjald í Framkvæmdasjóð
aldraða
200,8 375,8 412,1 415,2 445,2 464,3 474,7 469,7 523,8 570,8 675,0 5.027,5
Vaxtatekjur
2,3 3,4 1,8 2,2 1,6 1,3 0,8 0,8 0,3 0,1 0,0 14,7
Önnur framlög
0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 6,3 0,0 0,3 0,0 6,6
Tekjur samtals
203,1 379,2 414,0 417,4 446,9 465,6 475,5 476,8 524,1 571,2 675,0 5.048,7

     2.      Hvernig hefur fjármunum sjóðsins verið varið árin 1990–2000, skipt í samræmi við 1.–6. tölul. 9. gr. sömu laga og verkefnum hvers liðar?
    Í töflu 2 má sjá hve miklu af fé Framkvæmdasjóðs aldraðra hefur verið varið skv. 1. tölul., 2. tölul. og 3.–6. tölul. 9. gr. laga nr. 125/1999.

Tafla 2.


Kostnaður, í millj. kr. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Samtals
Byggingarkostnaður,
skv. 1. tölul. 9. gr. laga
nr. 125/1999:
Dvalarrými
16,6 22,1 24,6 25,5 32,0 29,0 20,2 13,9 1,1 11,9 1,6 198,4
Hjúkrunarheimili
51,0 120,8 106,5 80,0 86,0 95,1 38,8 148,8 53,5 83,2 109,8 973,3
Dvalar- og hjúkrunarheimili
47,6 53,1 65,8 58,6 37,0 30,9 17,0 12,3 16,7 12,3 10,3 361,4
Þjónusturými
25,9 39,3 42,3 38,7 44,4 36,8 19,8 5,8 30,4 32,2 17,3 332,8
Byggingarkostnaður, samtals
141,1 235,2 239,2 202,7 199,4 191,8 95,7 180,8 101,6 139,6 138,9 1.865,9
Endurbætur,
skv. 2. tölul. 9. gr.
laga nr. 125/1999
Dvalarrými
5,5 6,5 11,0 17,5 8,6 3,9 2,3 0,0 1,0 5,9 7,7 69,8
Hjúkrunarheimili
14,4 14,6 28,5 6,6 2,5 117,6 13,8 15,3 41,0 27,4 52,1 333,7
Dvalar- og hjúkrunarheimili
5,5 8,0 2,8 1,6 10,1 10,6 5,7 7,0 4,6 27,4 23,8 107,0
Þjónusturými
6,4 13,5 3,5 9,6 4,4 11,5 7,2 4,3 3,6 7,0 14,1 85,0
Endurbætur, samtals
31,8 42,5 45,8 35,3 25,6 143,6 28,9 26,6 50,2 67,7 97,7 595,7
Endurbætur og byggingarkostnaður, samtals

172,8

277,7

285,0

238,0

225,0

335,4

124,6

207,4

151,7

207,3

236,6

2.461,5
Rekstrarkostnaður
skv. 3.–6. tölul. 9. gr.
laga nr. 125/1999
Annar rekstrarkostnaður
0,0 0,0 1,5 4,0 165,5 215,9 86,9 73,8 10,4 42,6 0,4 601,0
Framlag til Tryggingastofnunar
ríkisins
0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 130,0 330,0 218,0 295,0 289,0 362,1 1.624,1
Annar rekstrarkostn. samtals
0,0 0,0 1,5 4,0 165,5 345,9 416,9 291,8 305,4 331,6 362,5 2.225,1
Kostnaður samtals
172,8 277,7 286,5 242,0 390,5 681,3 541,5 499,2 457,1 538,9 599,0 4.686,6

     3.      Hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar við ákvörðun um úthlutun fjármunanna?
    Forsendur úthlutunar koma fram í árlegri auglýsingu sjóðsins:

UMSÓKN UM FRAMLÖG ÚR FRAMKVÆMDASJÓÐI ALDRAÐRA 2001


    Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 2001. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í afgreiðslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1999 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 2000.
    Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 2000, heilbirgðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.

     4.      Hverjir hafa átt sæti í stjórn sjóðsins frá 1990?
    20. janúar 1988 til 30. desember 1993 skipuðu nefndina Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Sigurður H. Guðmundsson prestur og Páll Gíslason læknir. Varamenn voru Þóra Þorleifsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Þórður Skúlason skrifstofustjóri.
    30. desember 1993 til 7. mars 1998 skipuðu nefndina Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Jón Snædal öldrunarlæknir og Páll Gíslason. Varamenn voru Haukur Helgason, fyrrverandi skólastjóri, Hrafnhildur Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ingvar Viktorsson, fyrrverandi bæjarstjóri.
    7. mars 1998 til 8. febrúar 1999 skipuðu nefndina Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra, Jón Snædal, Páll Gíslason og Hrafn Pálsson. Til vara voru Sigrún Sturludóttir skrifstofumaður, Sigrún Gísladóttir og Ingvar Viktorsson.
    8. febrúar 1999 til 28. janúar 2000 skipuðu nefndina Jón Helgason, Jón Snædal og Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Enginn til vara.         
    Frá 28. janúar 2000 skipa nefndina Jón Helgason og Jón Snædal, tilnefndir af ráðherra, Jóna Dóra Karlsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Benedikt Davíðsson, formaður Landssamtaka aldraðra, tilnefndur af þeim samtökum, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Öldrunarráði, tilnefnd af þeim samtökum.
    Hrafn Pálsson deildarstjóri hefur verið ritari nefndarinnar frá 1985.
    Engir varamenn eru skipaðir í nefndina lengur.