Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 887  —  541. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, nr. 117 20. desember 1993, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (JBjart, TIO, JónK, ÁMöl, KF, SAÞ).



    Við ákvæði III til bráðabirgða. Ákvæðið orðist svo:
    Þeir ellilífeyrisþegar sem telja sig eiga rétt á tekjutryggingu skv. 1. gr. laga þessara, en hafa ekki sótt um fyrir umrætt tímabil, geta sótt um tekjutryggingu sér til handa og skulu þeir þá fá úrlausn í samræmi við reglur bráðabirgðaákvæðis I í lögum þessum, sbr. 48. gr. laga nr. 117/1993 um nýjar umsóknir um lífeyrisgreiðslur.