Ferill 448. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 939  —  448. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á l. nr 22/1991, um samvinnufélög, með síðari breytingum (rekstrarumgjörð).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, EKG, SAÞ, GunnB, HjÁ).


     1.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „meiri hluta atkvæða í B-deild“ í 4. málsl. 1. efnismgr. komi: meiri hluta í B-deild.
                  b.      6. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Hækkun á séreignarhlutum félagsmanna telst til A- deildar en einnig er heimilt að ákveða í samþykktum að hækkun á séreignarhlutum skuli afhent félagsmönnum með samvinnuhlutabréfum í B-deild stofnsjóðs félagsins.
     2.      Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                   3. mgr. 41. gr. laganna orðast svo:
                  Aðalfundur getur ákveðið að greiða félagsmönnum út arð með peningum eða öðrum verðmætum í stað þess að leggja hann í stofnsjóð. Gjalddagi arðs skal ekki vera síðar en sex mánuðum eftir að ákvörðun um úthlutun hans hefur verið tekin.
     3.      Við 4. gr. sem verði 5. gr. Í stað orðanna „meiri hluta atkvæða í B-deild“ í 3. málsl. 1. efnismgr. komi: meiri hluta í B-deild.
     4.      Við 5. gr. sem verði 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „meiri hluta atkvæða í B-deild“ í síðari málslið 6. mgr. a-liðar (61. gr.) komi: meiri hluta í B-deild.
                  b.      1. og 2. málsl. 2. mgr. b-liðar (61. gr. a). orðist svo: Hluthafar í B-deild félags, er verið hafa á móti breytingartillögu, eiga kröfu á að hlutabréf þeirra verði innleyst ef skrifleg krafa er gerð um það innan mánaðar frá því að fundurinn var haldinn. Ef þess hefur verið farið á leit við hluthafa fyrir ákvarðanatöku að þeir sem vilja nota innlausnarréttinn gefi til kynna vilja sinn í því efni er innlausnarrétturinn bundinn því skilyrði að hlutaðeigendur hafi gefið yfirlýsingu þar um á fundinum.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað ártalsins „2003“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 2004.