Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 961  —  261. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um framkvæmd samnings um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Landhelgisgæslu Íslands og Rauða krossi Íslands.
    Með frumvarpinu er verið að fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt samningi um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra sem samþykktur var í Ósló 18. september 1997 og mælir allsherjarnefnd með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ögmundur Jónasson áheyrnarfulltrúi er samþykkur afgreiðslu málsins.
    Ólafur Örn Haraldsson, Jónína Bjartmarz og Sverrir Hermannsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 20. mars 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.



Hjálmar Jónsson.


Lúðvík Bergvinsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.