Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1006  —  530. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um hjónabönd útlendinga hér á landi.

     1.      Hversu margir útlendingar hafa gengið í hjónaband hér á landi undanfarin 10 ár, sundurliðað eftir árum?


Fjöldi einstaklinga
Erlendur ríkisborgari giftist öðrum útlendingi eða íslenskum ríkisborgara þegar annað brúðhjóna eða bæði voru með skráð lögheimili á Íslandi. Hjónavígslur erlendra ríkisborgara þegar hvorugt brúðhjóna var með skráð lögheimili á Íslandi. Fjöldi erlendra ríkisborgara sem gekk í hjónaband á Íslandi.
1990 129 4 133
1991 153 44 197
1992 137 56 193
1993 140 48 188
1994 123 66 189
1995 108 66 174
1996 125 86 211
1997 147 72 219
1998 183 98 281
1999 226 132   358
1990–1999 samtals 1.471    672   2.143   
2000 116  

     2.    Hversu margir Íslendingar hafa gengið í hjónaband með erlendum ríkisborgurum undanfarin 10 ár, sundurliðað eftir árum?
    
Íslenskur ríkisborgari giftist erlendum ríkisborgara þegar annað brúðhjóna eða bæði voru með skráð lögheimili á Íslandi.
1990 121
1991 141
1992 121
1993 130
1994 117
1995   84
1996 109
1997 131
1998 161
1999 186
1990–1999 samtals 1.301  

    3.    Hversu margir þeirra erlendu ríkisborgara sem gengu í hjónaband hér á landi koma frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu og hve margir frá öðrum löndum?
                   
Fjöldi erlendra ríkisborgara sem gekk í hjónaband á Íslandi 1990–1999.
Frá landi innan EES 1.024
Frá landi utan EES 1.119
Samtals 2.143