Ferill 690. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1069  —  690. mál.
Fyrirspurntil sjávarútvegsráðherra um loðnukvóta.

Frá Kristjáni L. Möller.     1.      Hver hefur heildarkvóti loðnu verið sl. 10 ár, hver hefur hann verið í upphafi sumarvertíðar, hvenær hefur hann verið gefinn út og hvenær hefur hann verið aukinn?
     2.      Hversu mikið af útgefnum loðnukvóta hefur ekki náðst að veiða hverju sinni sl. 10 ár, sundurliðað eftir skipum og útgerðum?


Skriflegt svar óskast.