Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1093  —  524. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um rafrænar undirskriftir.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 4. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Ákvæði 1. mgr. er því ekki til fyrirstöðu að aðrar rafrænar undirskriftir en þar greinir geti uppfyllt skilyrði um undirskrift samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða af öðrum orsökum.
     2.      Við 18. gr.
                  a.      2. mgr. orðist svo:
                     Vottunaraðili sem gefur út fullgild vottorð skal greiða gjald að fjárhæð 1.000.000 kr. á ári til að standa straum af kostnaði eftirlits samkvæmt lögum þessum. Ef vottunaraðili byrjar eða hættir starfsemi á gjaldárinu skal lágmarksárgjaldið ákvarðað í réttu hlutfalli við þann tíma sem starfrækslan varði á árinu. Eftirlitsgjaldið skal renna beint til Löggildingarstofu og vera innheimt af henni. Aðför má gera til fullnustu kröfum um eftirlitsgjald án undangengins dóms, úrskurðar eða sáttar.
                  b.      Greinin verði 19. gr.
     3.      Við 19. gr. Greinin verði 18. gr.
     4.      Við 22. gr. D-liður orðist svo: Vottorðið eða vottunaraðilinn er viðurkenndur af Íslandi, Evrópubandalaginu, ríkjum utan Evrópubandalagsins eða alþjóðlegum stofnunum, í tvíhliða eða marghliða samningum.
     5.      Við bætist bráðabirgðaákvæði, svohljóðandi:
                  Endurskoða skal ákvæði VII. kafla laga þessara þegar tvö ár eru liðin frá gildistöku þeirra með hliðsjón af reynslu af eftirlitinu og umfangi þess. Sérstaklega skal þá skoðað hvort rök séu til að endurskoða ákvæði um eftirlitsgjald.