Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1134  —  367. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991.

Frá Lúðvík Bergvinssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni.    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    Við 4. mgr. 66. gr. laganna, sbr. lög nr. 36/1999, bætast sex nýir málsliðir, svohljóðandi: Nú hefur ríkissaksóknari hafnað beiðni þess sem á hagsmuna að gæta og getur þá sá kært ákvörðun ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra. Sé ákvörðun ríkissaksóknara felld úr gildi skal dómsmálaráðherra leggja þingsályktunartillögu fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar um skipun þriggja manna rannsóknarnefndar til að fara með málið. Í þingsályktunartillögunni skal koma fram hverjir skipi nefndina, hvert sé andlag rannsóknarinnar og fjárframlög auk rökstuðnings ráðherra fyrir því að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Nefndin skal fá aðgang að öllum rannsóknargögnum auk þess sem hún hefur rétt til að taka skýrslur samkvæmt lögum þessum og afla annarra gagna eftir því sem við á. Nefndin skal skila Alþingi, dómsmálaráðherra og ríkissaksóknara skýrslu með niðurstöðum sínum. Hafni Alþingi þingsályktunartillögunni, eða afgreiði hana ekki, er ákvörðun dómsmálaráðherra úr gildi fallin og stendur þá fyrri ákvörðun ríkissaksóknara.