Ferill 414. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1135  —  414. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna.

Frá landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur frá landbúnaðarráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Bændasamtökum Íslands, Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, búfræðsluráði og Veiðimálastofnun.
    Með frumvarpinu er lagt til að Rannsóknastofnun landbúnaðarins verði heimilt að fengnu samþykki stjórnar stofnunarinnar og landbúnaðarráðherra að eiga aðild að og stofna rannsókna- og þróunarfyrirtæki, er séu hlutafélög eða önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, sem vinni að því að þróa og hagnýta niðurstöður rannsókna stofnunarinnar. Er slík heimild í samræmi við heimildir sem ýmsar aðrar stofnanir hafa þegar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðjón A. Kristjánsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Þuríður Backman og Guðmundur Árni Stefánsson skrifa undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 25. apríl 2001.Hjálmar Jónsson,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Drífa Hjartardóttir.Guðmundur Árni Stefánsson,


með fyrirvara.


Guðjón Guðmundsson.


Þuríður Backman,


með fyrirvara.Einar Oddur Kristjánsson.


Kristinn H. Gunnarsson.