Ferill 453. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1154  —  453. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13 17. apríl 1984, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmálaráðuneyti.
    Þá bárust nefndinni umsagnir frá ríkissaksóknara, lögreglustjóranum í Reykjavík, Lögmannafélagi Íslands, Fangelsismálastofnun ríkisins, dómstólaráði og Sýslumannafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu er að finna nauðsynlegar breytingar á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984, vegna þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu. Breytingarnar lúta annars vegar að gagnkvæmri réttaraðstoð við sendingu og afhendingu málsskjala í sakamálum og hins vegar að réttarstöðu embættismanna frá öðrum ríkjum með tilliti til refsiverðra verknaða sem beinast að þeim eða þeir fremja sjálfir.
    Mælir nefndin með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kolbrún Halldórsdóttir, sem sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi, er samþykk afgreiðslu málsins.
    Ólafur Örn Haraldsson, Jónína Bjartmarz og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 30. apríl 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.



Hjálmar Jónsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.