Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1157  —  424. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjánssonar um Hafrannsóknastofnunina.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Hverjar voru tekjur og gjöld Hafrannsóknastofnunarinnar á árunum 1990–2000, sundurliðað eftir árum og helstu tekju- og gjaldaliðum á verðlagi ársins 2000?
2.      Hver var fjöldi stöðugilda og starfsmanna hjá Hafrannsóknastofnuninni á árunum 1990– 2000, sundurliðað eftir árum og helstu starfsheitum, svo sem stjórnendum, sérfræðingum, starfsmönnum á hafrannsóknaskipum og rannsóknarmönnum?
3.      Hvernig verður rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE-200 notað á árinu 2001?
4.      Hvers vegna hefur ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunarinnar, sem skipuð er af sjávarútvegsráðherra og starfar skv. 15. gr. laga nr. 64/1965, ekki verið kölluð saman undanfarin ár? Hefur verið skipað í nefndina á undanförnum árum?

    Yfirlit yfir tekjur og gjöld Hafrannsóknastofnunarinnar á árunum 1990–2000 fer hér á eftir í töflum 1–5. Tafla 1 sýnir sértekjur stofnunarinnar skipt eftir tegundum. Tafla 2 sýnir skiptingu tekna stofnunarinnar eftir viðfangsefnum. Tafla 3 sýnir gjöld að frádregnum tekjum og greitt ríkisframlag og tafla 4 sýnir gjöld Hafrannsóknastofnunarinnar eftir tegundum. Í töflu 5 má sjá skiptingu gjalda eftir helstu verkefnum. Töflurnar sýna tekjur og gjöld á meðalverðlagi ársins 2000.
    Tafla 6 sýnir skiptingu fastra starfsmanna hjá Hafrannsóknastofnuninni eftir stöðum 1990–2000 ásamt samanlögðum fjölda ársverka.
    Meðfylgjandi svari þessu er skipaáætlun rs. Árna Friðrikssonar RE–200 á árinu 2001. Skipið verður notað til ýmiss konar rannsókna á árinu en vegna ógæfta í janúar og febrúar sem og óvenjulegrar útbreiðslu loðnu þurfti að verja 15 sólarhringum umfram áætlunina í loðnumælingar. Þetta kann að kalla á breytingar á skipaáætlun stofnunarinnar síðar á árinu.
    Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunarinnar hefur ekki verið skipuð undanfarin ár með þeim hætti sem upphaflega var ætlast til. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar er ástæða þess sú að að áliti flestra hafi faglegur stuðningur hennar við meginmarkmið stofnunarinnar, rannsóknir og ráðgjöf, verið of lítill. Hins vegar hefur stofnunin, í góðu samráði við aðila í greininni, haft frumkvæði að myndun samstarfshópa um afmörkuð sérsvið þar sem einstaklingar með sérþekkingu og reynslu á viðkomandi sviði hafa starfað saman. Þannig hafa verið starfandi mismunandi samstarfshópar um grálúðurannsóknir, úthafsrækju- og ufsarannsóknir. Nú er á vegum ráðherra unnið að endurskoðun á lögum um Hafrannsóknastofnunina og hefur stjórn stofnunarinnar verið beðin um tillögur vegna atriða sem endurskoða þarf. Líklegt er að ákvæði um ráðgjafarnefnd komi til endurskoðunar í þeirri vinnu.

Tafla 1. Sértekjur Hafrannsóknastofnunarinnar eftir tegundum 1990-2000.*

Seld
þjónusta
Leigu-
tekjur
Sala
eigna
Fjármuna-
tekjur
Framlög,
styrkir
Sala
afla
Ýmsar
tekjur

Samtals

1990 10.489 23.885 101 569 76.985 24.883 10.777 147.690
1991 9.993 11.491 679 478 64.429 17.760 976 105.807
1992 10.597 11.078 0 44 159.254 20.036 1.538 195.303
1993 12.495 9.938 101 171 99.970 14.286 1.296 138.257
1994 21.366 5.418 58 505 350.853 21.077 1.378 400.655
1995 14.207 5.788 363 2.124 195.840 33.418 594 252.335
1996 10.710 5.046 1.169 233 169.920 89.714 6 276.797
1997 10.291 8.926 1.349 1.377 158.501 108.146 1 288.591
1998 23.715 15.062 244 633 194.740 129.227 1.377 364.999
1999 24.824 15.165 174 508 145.154 115.613 3.325 304.764
2000 25.607 5.162 40 20.833 140.677 82.527 4.494 279.340
*Á meðalverðlagi ársins 2000.


Tafla 2. Skipting tekna Hafrannsóknastofnunarinnar eftir helstu
viðfangsefnum 1990–2000, í þús kr.*

Yfirstjórn,
bókasafn,
reiknid.
Sjó- og
vistfræði
svið

Nytjastofnasvið

Útibú,
tilrauna-
eldisstöð

Raftæknideild



Skiparekstur
Fjölstofna
rannsóknir


Evrópuverkefni


Sjávarútvegsskóli

Samtals
1990 22.970 27.710 14.304 18.356 100 64.251 0 0 0 147.690
1991 8.397 27.053 15.416 24.076 0 30.866 0 0 0 105.807
1992 127.581 35.505 4.829 8.700 0 18.690 0 0 0 195.305
1993 10.538 50.568 23.308 4.961 25 48.855 2 0 0 138.257
1994 262.771 51.660 49.244 4.972 58 31.925 25 0 0 400.655
1995 50.113 61.792 82.718 13.224 0 40.803 3.684 0 0 252.335
1996 34.995 83.063 85.637 6.045 0 47.634 72 19.351 0 276.797
1997 31.375 82.696 106.879 5.547 222 26.999 883 33.991 0 288.591
1998 47.709 68.311 131.646 7.670 249 42.323 7.060 27.446 32.586 364.999
1999 21.854 87.413 104.002 3.745 191 26.549 6.556 16.716 37.739 304.764
2000 34.704 55.138 86.537 7.837 59 18.813 10.073 22.441 43.737 279.339
*Á meðalverðlagi ársins 2000.

Tafla 3. Gjöld að frádregnum tekjum og greitt ríkisframlag 1990–2000.*


Gjöld
Fjárfestinga-
hreyfingar

Tekjur

Mismunur

Ríkisframlag
1990 1 834.511 4.105 147.690 690.926 2.723
1991 1 765.410 0 105.807 659.603 670.507
1992 1 800.560 4.940 195.303 610.197 628.907
1993 1 858.147 3.560 138.257 723.450 727.568
1994 1 864.059 5.846 400.655 469.250 470.761
1995 1 922.471 45.977 252.335 716.113 723.092
1996 1 951.882 30.354 276.797 705.439 723.903
1997 1 1.011.187 27.607 288.591 750.203 714.696
1998 1 1.099.566 27.155 364.999 761.722 773.432
1999 1 1.095.063 5.251 304.764 795.549 802.708
2000 1 1.129.979 0 279.340 850.639 859.228
*Á meðalverðlagi ársins 2000.

Tafla 4. Gjöld Hafrannsóknastofnunarinnar eftir tegundum 1990–2000, í þús. kr.*



Laun
Vöruk.
almenn
Vöruk.
sérgr.
Þjónusta
I
Þjónusta
II
Fjárm. k.
tryggingar
Eigna-
kaup
Til-
færslur

Samtals

1990
346.834 83.818 22.098 61.343 237.965 17.240 60.492 4.721 834.511
1991 392.916 99.166 19.178 48.030 135.660 12.452 56.149 1.858 765.409
1992 422.127 95.598 20.844 42.188 147.814 12.744 62.746 678 804.738
1993 422.384 99.580 18.300 42.714 182.289 14.064 75.430 8.843 863.604
1994 443.514 92.798 20.389 54.441 184.502 16.059 41.768 10.587 864.059
1995 463.481 103.746 25.731 48.231 194.556 10.934 64.978 10.814 922.471
1996 481.385 91.694 27.020 64.744 202.224 10.862 55.448 18.506 951.882
1997 508.994 102.421 33.760 57.754 221.129 11.027 65.536 10.565 1.011.186
1998 625.517 99.109 29.010 62.175 216.200 10.373 31.463 25.722 1.099.570
1999 617.218 102.761 24.313 71.355 207.687 9.464 49.671 12.595 1.095.064
2000 644.612 126.785 36.786 83.710 189.203 10.477 25.798 12.608 1.129.979
*Á meðalverðlagi ársins 2000.

Tafla 5. Skipting gjalda Hafrannsóknastofnunarinnar eftir helstu
verkefnum 1990–2000, í þús kr.*

Yfirstjórn,
bókasafn,
reiknid.
Sjó- og
vistfræðisvið
Nytjastofnasvið Útibú, tilraunaeldisstöð Raftæknideild
Skiparekstur

Fjölst.ranns.

Evrópuverkefni
Sjávarútvegsskóli

Samtals

1990 112.737 81.230 127.706 52.316 12.612 447.911 0 0 0 706.806
1991 105.723 83.517 157.585 55.353 13.280 349.952 0 0 0 765.410
1992 106.132 91.297 132.282 49.061 16.285 338.143 67.361 0 0 800.560
1993 90.305 129.756 138.701 43.221 14.638 371.181 70.346 0 0 858.147
1994 100.772 115.037 168.210 44.417 15.248 338.458 81.917 0 0 864.059
1995 91.347 113.486 217.113 49.223 13.745 358.572 78.985 0 0 922.471
1996 108.059 123.255 241.924 48.266 15.316 346.787 52.949 15.325 0 951.882
1997 104.515 128.898 239.999 49.782 16.955 364.309 47.861 58.614 255 1.011.187
1998 123.236 121.272 306.222 67.703 19.951 356.909 51.957 25.921 26.396 1.099.566
1999 131.153 179.071 292.136 68.376 14.440 350.870 10.282 14.662 34.074 1.095.063
2000 143.687 133.260 313.370 65.999 17.509 396.115 13.453 8.601 37.985 1.129.979

Tafla 6. Skipting fastra starfsmanna hjá Hafrannsóknastofnuninni
eftir stöðum árin 1990–2000.

Yfirstjórn Sérfræðingar Rannsóknarmenn
Skipverjar

Aðrir
Samtals Samtals ársverk
1990 5 44 28 35 11 123 124,8
1991 5 46 29 38 13 131 132,9
1992 5 46 30 38 18 137 143,8
1993 5 52 36 38 12 143 151,1
1994 5 56 42 37 13 153 155,0
1995 5 53 49 37 13 157 157,1
1996 6 56 52 38 13 165 156,4
1997 6 56 52 41 13 168 161,2
1998 6 56 51 39 14 166 165,9
1999 6 58 48 41 14 167 159,8
2000 6 58 51 42 14 171 164,5

Skipaáætlun rs. Árna Friðrikssonar RE–200 árið 2001.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.