Ferill 625. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1185  —  625. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um húsaleigubætur, nr. 138/1997.

Frá félagsmálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Inga Val Jóhannsson frá félagsmálaráðuneyti.
    Nefndinni bárust umsagnir um málið frá Öryrkjabandalagi Íslands, Byggingafélagi námsmanna, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stúdentaráði Háskóla Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp.
    Í frumvarpinu er lagt til að sveitarfélög og leigjendur þeirra verði leyst undan skyldu til þinglýsingar á leigusamningi þar sem sveitarfélögin eru í senn leigusalar og greiðendur húsaleigubóta. Þá er lagt til að áhrif skyldleikatengsla verði þrengd og að réttur til húsaleigubóta verði rýmkaður til að koma betur til móts við þá hópa sem búa við sérstakar aðstæður, svo sem fatlaða á sambýlum og námsmenn á framhalds- eða háskólastigi sem leigja á heimavist eða á námsgörðum.
    Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að sveitarfélögin séu ekki í stakk búin til að taka á sig hærri greiðslur húsaleigubóta. Telur nefndin rétt að sveitarfélögunum verði bættur sá kostnaðarauki sem samþykkt frumvarpsins mun hafa í för með sér.
    Mælir nefndin með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Guðrún Ögmundsdóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir skrifa undir álitið með fyrirvara um að leggja fram breytingartillögur.

Alþingi, 8. maí 2001.Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Kristján Pálsson.Drífa Hjartardóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.


Guðrún Ögmundsdóttir,


með fyrirvara.Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.


Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.