Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1194  —  521. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1997, um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, með síðari breytingum.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÖS, MF).



     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                   Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, 3 . mgr., sem orðast svo:
                  Starfsmenn Landsbanka Íslands hf. annars vegar og Búnaðarbanka Íslands hf. hins vegar skulu eiga einn fulltrúa í bankaráði viðkomandi banka og skal hann skipaður að fenginni tillögu frá starfsmannafélagi hvors banka um sig.
     2.      Við 1. gr.
                  a.      Efnismálsgrein a-liðar orðist svo:
                        Heimilt er að selja hlutafé ríkissjóðs í Búnaðarbanka Íslands hf.
                  b.      B-liður orðist svo: 3. mgr. orðast svo:
                       Áður en sala á hlutafé ríkissjóðs skv. 2. mgr. fer fram skal deila 10% af hlutafé jafnt milli allra íslenskra ríkisborgara. Óheimilt er að selja hlutabréf sem útdeilt er með þessum hætti fyrr en að þremur árum liðnum.
     3.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (I.)
                       Við sölu á hlutafé ríkissjóðs skv. 2. mgr. 6. gr. og hagræðingu sem henni fylgir innan Búnaðarbanka Íslands hf. skal ráðherra beita sér fyrir því að eðlileg velta starfsmanna verði höfð í fyrirrúmi. Ráðherra skal jafnframt beita sér fyrir því að samið verði við starfsfólk um möguleika á starfsþjálfun og endurmenntun til að auðvelda aðlögun að nýrri tækniþróun og breytingum í bankakerfinu.
                  b.      (II.)
                      Áður en sala á hlutafé ríkissjóðs í Búnaðarbanka Íslands hf. skv. 2. mgr. 6. gr. er hafin skal leita álits og samþykkis Seðlabanka Íslands og Þjóðhagsstofnunar á því að aðstæður á fjármálamarkaði séu með þeim hætti að hyggilegt sé að ráðast í söluna.