Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1195  —  522. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum um eftirlit með eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum.

Frá Margréti Frímannsdóttur og Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Orðin „eða atkvæðisrétti“ í 3. málsl. 3. efnismgr. falli brott.
                  b.      Á eftir 3. efnismgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                     Eigendur virkra eignarhluta, sbr. 3. mgr., geta að hámarki farið með 15% atkvæðisréttar í viðskiptabanka. Atkvæðisrétt vegna hlutdeildar eiganda virks eignarhlutar sem er umfram 15% getur eigandi ekki nýtt sér á hluthafafundum.
     2.      Við 5. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Um skyldu hluthafa lánastofnana til að afla samþykkis Fjármálaeftirlitsins vegna kaupa eða aukningar á virkum eignarhlutum gilda ákvæði 12. og 13. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996.
     3.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ákvæði 4. efnismgr. 1. gr. haggar ekki atkvæðisrétti þeirra hluthafa í viðskiptabönkum sem fara með meiri atkvæðisrétt en 15% við gildistöku laganna.



















Prentað upp.