Ferill 635. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1196  —  635. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, með síðari breytingum, o.fl.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Helga Jóhannesson frá samgönguráðuneytinu.
    Með frumvarpinu er mælt fyrir um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, siglingalögum og lögum um eftirlit með skipum.
    Breytingar þessar miða að því að tryggja að allir sjómenn á íslenskum skipum séu slysa- og líftryggðir. Frumvarpið felur þannig í sér að skylt er að slysa- og líftryggja áhafnir allra skipa hvort sem um er að ræða áhafnir skipa sem skylt er að lögskrá eða ekki.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2001.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Hjálmar Árnason.



Lúðvík Bergvinsson.


Magnús Stefánsson.


Jón Bjarnason.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Kristján Möller.


Guðmundur Hallvarðsson.