Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1204  —  103. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um mat á áhrifum lögfestingar stjórnarfrumvarpa á byggða- og atvinnuþróun.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá þróunarsviði Byggðastofnunar, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins, Eyþingi, fjármálaráðuneyti, Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf.
    Tillögunni er ætlað að koma því fyrirkomulagi á að þegar stjórnarfrumvörp eru lögð fyrir Alþingi verði búið að meta áhrif lögfestingar þeirra á byggða- og atvinnuþróun í landinu. Sambærilegt fyrirkomulag er viðhaft hjá fjármálaráðuneyti varðandi áhrif stjórnarfrumvarpa á tekjur og gjöld ríkissjóðs.
    Nefndin bendir á að hæfustu aðilar hverju sinni skuli sinna slíkum verkefnum, svo sem Byggðastofnun, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og aðrir sem búa yfir sérfræðikunnáttu í hverju máli fyrir sig.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni R. Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2001.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Árni Steinar Jóhannsson.



Bryndís Hlöðversdóttir.


Svanfríður Jónasdóttir.


Ísólfur Gylfi Pálmason.



Drífa Hjartardóttir.


Pétur H. Blöndal.











Prentað upp.