Ferill 669. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1213  —  669. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur, Ragnheiði Snorradóttur, Telmu Halldórsdóttur, Ólaf Pál Gunnarsson, Ingva Má Pálsson, Jónu Björk Guðnadóttur og Elvu Ósk Wiium frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir bárust um málið frá Bílgreinasambandinu, Verslunarráði Íslands og Ökukennarafélaginu. Einnig bárust gögn frá fjármálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að vörugjald af bifreiðum til ökukennslu verði lækkað til jafns við vörugjald af bílaleigubifreiðum og leigubifreiðum til fólksflutninga. Vörugjald af leigubifreiðum hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár, en á sama tíma hefur vörugjald af bifreiðum til ökukennslu haldist það sama og af fólksbílum. Með frumvarpinu er jafnframt brugðist við úrskurði samkeppnisráðs nr. 10/1999 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að mögulegt væri að reglur um lækkun vörugjalds af leigubifreiðum hefðu þau áhrif að aðilar sem sinntu ökukennslu sæju sér hag í því að sækja um leyfi til leiguaksturs í því skyni að fá vörugjöld lækkuð af bifreiðum sínum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Kristinn H. Gunnarsson, Gunnar Birgisson og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. maí 2001.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Ögmundur Jónasson.


Hjálmar Árnason.


Einar K. Guðfinnsson.