Ferill 683. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1216  —  683. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur, Ragnheiði Snorradóttur, Telmu Halldórsdóttur, Ólaf Pál Gunnarsson, Ingva Má Pálsson, Jónu Björk Guðnadóttur og Elvu Ósk Wiium frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir bárust um málið frá Þjóðhagsstofnun, Seðlabanka Íslands, Verslunarráði Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einnig bárust gögn frá fjármálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er brugðist við yfirlýsingu sem Ísland gaf út á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um að það mundi veita fátækustu þróunarríkjum betri aðgang að markaði sínum með einhliða tollalækkunum. Meðal ríkja sem þegar hafa samþykkt slík tollfríðindi til fátækustu þróunarríkja eru ríki ESB, Sviss og Noregur. Markmið aðgerðanna er að veita fátækustu þróunarríkjum heims betri möguleika á að flytja framleiðsluvörur sínar til efnaðri ríkja.
    Nefndin telur óeðlilegt að kveðið sé á um það í reglugerð hver skuli talin fátækustu þróunarríki heims eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu og leggur til að þess í stað verði bætt við tollalögin viðauka þar sem þessi ríki verði skilgreind.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Kristinn H. Gunnarsson, Gunnar Birgisson og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. maí 2001.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Sigríður A. Þórðardóttir.Ögmundur Jónasson.


Hjálmar Árnason.


Einar K. Guðfinnsson.