Ferill 684. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1218  —  684. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur, Ragnheiði Snorradóttur, Telmu Halldórsdóttur, Ólaf Pál Gunnarsson, Ingva Má Pálsson, Jónu Björk Guðnadóttur og Elvu Ósk Wiium frá fjármálaráðuneyti og Sigurbjörgu Björnsdóttur frá Lífeyrissjóði bænda. Umsagnir bárust um málið frá Lífeyrissjóði bænda, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, Verslunarráði Íslands, Bændasamtökum Íslands, Landssamtökum lífeyrissjóða og Fjármálaeftirlitinu.
    Frumvarpinu er ætlað að breyta innheimtuaðferðum Lífeyrissjóðs bænda í þá veru að sjóðurinn innheimti sjálfur iðgjöld af þeim bændum sem ekki njóta beingreiðslna. Framkvæmd núgildandi laga um innheimtu iðgjalda samhliða búnaðargjaldi hefur reynst flókin og torveld og samrýmist ekki innheimtu opinberra gjalda.
    Nefndin leggur til smávægilegar breytingar á frumvarpinu sem ætlaðar eru til lagfæringar á orðalagi og gera það markvissara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:


    Við 1. gr.
     a.      Orðin „að jafnaði“ tvívegis í 1. málsl. 3. efnismgr. falli brott.
     b.      Við 4. málsl. 3. efnismgr. bætist: sbr. 1. mgr.
     c.      Í stað orðanna „þau eru greidd og skulu þau sundurliðuð“ í 2. málsl. 4. efnismgr. komi: það er greitt og skal það sundurliðað.

    Kristinn H. Gunnarsson, Gunnar Birgisson og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. maí 2001.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Ögmundur Jónasson.


Hjálmar Árnason.


Einar K. Guðfinnsson.