Ferill 653. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1227  —  653. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um framhaldsskóla, nr. 80/1996, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Aðalstein Eiríksson frá menntamálaráðuneyti og Elnu Katrínu Jónsdóttur frá Félagi framhaldsskólakennara. Þá barst nefndinni erindi vegna málsins frá Sölva Sveinssyni, formanni Félags íslenskra framhaldsskóla.
    Frumvarpið er flutt í tengslum við lausn kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara, Félags stjórnenda í framhaldsskólum og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs í janúar sl.
    Þann 8. janúar sl. gaf menntamálaráðherra út tvær endurskoðaðar reglugerðir um starfsemi framhaldsskóla, um starfslið og skipulag framhaldsskóla, nr. 5/2001, og um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga, nr. 6/2001. Endurskoðun þessara reglugerða var hluti af lausn kjaradeilu fyrrnefndra aðila. Fyrri reglugerðin fól í sér veigamiklar breytingar á innra skipulagi framhaldsskóla. Mikilvæg ákvæði um vinnutíma, skiptingu starfa og ábyrgð eru nú skilgreind í reglugerð í stað kjarasamnings áður. Í samræmi við framangreindar breytingar er með frumvarpinu lagt til að starfsheitið deildarstjóri verði fellt niður í lögum um framhaldsskóla.
    Einar Már Sigurðarson, Árni Johnsen og Kristinn H. Gunnarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.


Alþingi, 3. maí 2001.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Tómas Ingi Olrich.



Ólafur Örn Haraldsson.


Kolbrún Halldórsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.