Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1242  —  624. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um atvinnuréttindi útlendinga.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Orðskýringin „ Tímabundið atvinnuleyfi“ í 2. tölul. verði: Bundið atvinnuleyfi.
                  b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
                
8. Nánustu aðstandendur: Maki útlendings, niðjar hans, systkini og foreldrar.
     2.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tímabundið atvinnuleyfi“ í fyrirsögn og hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi í viðeigandi tölu- og beygingarmynd: bundið atvinnuleyfi.
                  b.      Orðin „samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga um dvalarleyfi fyrir aðstandendur“ í lok 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
     3.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „ofangreindum skilyrðum“ í 2. mgr. komi: skilyrðum 1. mgr.
                  b.      Á eftir orðunum „c-liðar“ í 3. mgr. komi: 1. mgr.
                  c.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá má einnig víkja frá skilyrðum c- liðar 1. mgr. ef um er að ræða maka útlendings sem er með atvinnuleyfi hér á landi eða uppkomin börn hans.
                  d.      Í stað orðanna „atvinnuleyfi samkvæmt þessari grein“ í 4. mgr. komi: óbundið atvinnuleyfi.