Ferill 652. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1243  —  652. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um leikskóla, nr. 78/1994.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðna Olgeirsson frá menntamálaráðuneyti, Björgu Bjarnadóttur og Ólöfu Helgu Pálmadóttur frá Félagi leikskólakennara og Þórð Skúlason og Birgi Björn Sigurjónsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Með frumvarpinu er annars vegar kveðið á um að heimilt sé að ráða starfsfólk án leikskólakennaramenntunar sem taki þátt í að annast uppeldi og menntun barna undir stjórn leikskólakennara ef leikskólakennarar fást ekki til starfsins. Hins vegar er kveðið á um að í stað orðsins uppeldisstefna í 2. og 3. mgr. 4. gr. verði notað heitið aðalnámskrá leikskóla um uppeldismarkmið í starfi leikskóla. Er frumvarpið flutt að ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga í samræmi við sameiginlega niðurstöðu Félags íslenskra leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í tengslum við samþykkt nýs kjarasamnings.
    Það er skilningur nefndarinnar að með frumvarpinu sé opnuð leið til samninga við fólk sem hlotið hefur skemmri menntun til starfa á leikskóla eins og nú er áformað að veita við Borgarholtsskóla og svonefnt diplómanám við KHÍ.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Einar Már Sigurðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 7. maí 2001.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Tómas Ingi Olrich.



Ólafur Örn Haraldsson.


Árni Johnsen.


Kolbrún Halldórsdóttir.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.