Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1306  —  722. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 60/1981, um raforkuver, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Frumvarpinu er ætlað að afla lagaheimildar fyrir stækkun Nesjavallavirkjunar í 90 MW. Mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram og úrskurður skipulagsstjóra þar sem fallist er á framkvæmdina liggur fyrir, auk þess sem Orkustofnun hefur fjallað um málið.
    Fyrir liggur að Orkuveita Reykjavíkur hefur gert samning við Landsvirkjun um rekstur hinnar stækkuðu virkjunar sem hluta af raforkukerfi landsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    
Svanfríður Jónasdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Árni Steinar Jóhannsson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 11. maí 2001.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Drífa Hjartardóttir.



Kristinn H. Gunnarsson.


Guðjón Guðmundsson.


Pétur H. Blöndal.



Bryndís Hlöðversdóttir.


Árni Steinar Jóhannsson,


með fyrirvara.