Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1310  —  345. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um tóbaksvarnir, nr. 74/1984, sbr. lög nr. 101/1996.

Frá Þuríði Backman og Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Við 7. gr. Á eftir orðunum „eftirlitssvæði getur“ í 1. efnismgr. b-liðar komi: að fenginni umsögn Vinnueftirlits ríkisins.
     2.      Við 8. gr. 2. efnismgr. orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má leyfa reykingar á veitingastöðum, í sérstökum herbergjum, þar sem ekki er framreiddur matur. Auk þess má leyfa reykingar í veitingarými á krám, dansstöðum og næturklúbbum, svo og eftir kl. 23 á þeim skemmtistöðum sem leggja megináherslu á skemmtidagskrá og áfengisveitingar.