Ferill 344. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1318  —  344. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um útlendinga.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (ÞKG, JBjart, ÁMöl, KF, DrH).



     1.      Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
                  a.      (3. gr.)

Réttarstaða útlendinga.

                     Á meðan útlendingur dvelst löglega hér á landi skal hann njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og íslenskir ríkisborgarar nema annað leiði af lögum.
                  b.      (4. gr.)

Tengsl laganna við alþjóðlegar reglur.

                     Lögum þessum skal beita í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins.
     2.      Við 8. gr. Í stað orðsins „jöfn“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: jafngilda.
     3.      Við 9. gr. Í stað orðanna „að lögum“ í 1. mgr. komi: í lögum.
     4.      Við 11. gr. Við 2. mgr. bætist: svo sem fjölskyldutengsla.
     5.      Við 14. gr. Orðin „1. mgr.“ í 1. mgr. falli brott.
     6.      Við 15. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tólf mánuði“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: 18 mánuði.
                  b.      Lokamálsliður 5. mgr. falli brott.
     7.      Við 17. gr. Í stað orðanna „lögregluna á dvalarstaðnum“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: Útlendingastofnun eða sýslumann utan Reykjavíkur.
     8.      Við 18. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þrjá mánuði“ í e-lið 1. mgr. komi: sex mánuði.
                  b.      G-liður orðist svo: hann samkvæmt mati læknis getur ekki ráðið persónulegum högum sínum sjálfur meðan á dvöl hér stendur eða getur með framkomu sinni valdið sér eða öðrum tjóni.
     9.      Við 19. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó verður meðferð máls að hefjast innan mánaðar frá komu hans til landsins.
     10.      Við 20. gr. Í stað orðanna „þrjá mánuði“ í b- og c-lið 1. mgr. komi: sex mánuði.
     11.      Við 24. gr. Í stað orðanna „eftir því sem unnt er“ í 2. mgr. komi: eftir fremsta megni.
     12.      Við 29. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                     Ef rökstuddur grunur leikur á að útlendingur, í bága við fyrirmæli sem greinir í 1. mgr., haldi eftir eða leyni upplýsingum um hver hann er eða, í bága við fyrirmæli sem greinir í 55. gr., haldi eftir eða leyni upplýsingum um fyrri dvalarstað má lögregla leita á útlendingnum, á heimili hans eða herbergi eða í hirslum hans samkvæmt reglum laga um meðferð opinberra mála.

Prentað upp.

                  b.      Orðin „og gera rannsókn á erfðaefni“ í 4. mgr. falli brott.
                  c.      6. mgr. orðist svo:
                     Ef útlendingur neitar að gefa upp hver hann er eða rökstuddur grunur er um að útlendingur gefi rangar upplýsingar um hver hann er getur lögreglan lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu svæði. Ef slíkum fyrirmælum er ekki sinnt eða þau teljast augljóslega ófullnægjandi er heimilt að handtaka viðkomandi og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð opinberra mála. Gæsla má ekki standa lengur en í 12 vikur samanlagt nema sérstaklega standi á.
     13.      Við 36. gr. Á eftir orðunum „öðlast þar“ í d-lið 1. mgr. komi: menntun eða.
     14.      Við 44. gr. Á eftir orðunum „C–E-liði í 1. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: flóttamannasamningsins.
     15.      Við 45. gr.
                  a.      Fyrir aftan orðið „ómannúðlegri“ í síðari málslið 1. mgr. komi: eða vanvirðandi.
                  b.      Í stað orðanna „ef ætla má að hann sé hættulegur“ í 3. mgr. komi: ef skynsamlegar ástæður eru til að álíta hann hættulegan.
     16.      Við 46. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Útlendingastofnun getur að beiðni hælisumsækjanda veitt honum bráðabirgðadvalarleyfi þar til ákvörðun hefur verið tekin um hælisumsóknina. Hún getur einnig að beiðni hælisbeiðanda, sem hefur fengið endanlega synjun sem ekki kemur til framkvæmda að svo stöddu, veitt honum bráðabirgðadvalarleyfi þar til synjunin kemur til framkvæmda. Ákvæði IV., V. og VII. kafla stjórnsýslulaga um andmælarétt, um birtingu ákvörðunar, rökstuðning o.fl. og um stjórnsýslukæru, og viðeigandi ákvæði V. kafla laga þessara, gilda ekki um ákvörðun um bráðabirgðadvalarleyfi.
     17.      Við 51. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Útlendingastofnun heimilar hópum flóttamanna komu til landsins í samræmi við ákvörðun stjórnvalda að fenginni tillögu Flóttamannaráðs Íslands.
     18.      Við 54. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „frá“ í b-lið 1. mgr. komi: útlöndum.
                  b.      Í stað orðanna „tilkynntir eru á skrá eða af“ í f-lið 1. mgr. komi: eru skráðir eða teknir af skrá.
     19.      Á eftir 54. gr. komi ný grein, er verði 57. gr., sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Vinnsla persónuupplýsinga.    

                  Útlendingastofnun er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal þeirra sem viðkvæmar geta talist, að því marki sem slík vinnsla telst nauðsynleg vegna starfseminnar. Um meðferð Útlendingastofnunar á persónuupplýsingum fer samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
                  Dómsmálaráðherra skal, að fenginni umsögn Persónuverndar, setja reglur um hvaða skrár skulu haldnar af Útlendingastofnun og lögreglu.
     20.      Við 58. gr.
                  a.      1. mgr. hljóði svo:
                        Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2002.
                  b.      Við 3. mgr. bætist nýr töluliður, 2. tölul., svohljóðandi: Lög um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100 23. desember 1952, með síðari breytingum, breytast þannig:
                  a.      Í stað orðsins „útlendingaeftirlits“ í 1. mgr. 5. gr. a laganna kemur: Útlendingastofnunar.
                  b.      Í stað orðsins „útlendingaeftirlits“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Útlendingastofnunar.
                  c.      3. tölul. 3. mgr. falli brott.
                  d.      6. tölul. 3. mgr. orðist svo: Lög um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 16 14. apríl 2000, breytast þannig:
                  a.      B-liður 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: þegar synja á útlendingi um komu til landsins vegna endurkomubanns sem enn er í gildi á grundvelli brottvísunar:
                           1.      skv. a-lið 1. mgr. 20. gr. laga um útlendinga,
                           2.      skv. b-, c- eða d-lið 1. mgr. 20. gr. laga um útlendinga og ákvörðunin er reist á því að dvöl hlutaðeigandi í landinu geti stofnað allsherjarreglu, almannaöryggi eða öryggi ríkisins í hættu.
                  b.      Í stað orðsins „Útlendingaeftirlitið“ í b-lið 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Útlendingastofnun.
                  c.      Í stað orðsins „Útlendingaeftirlits“ í b-lið 19. gr. laganna kemur: Útlendingastofnunar.