Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1332  —  670. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um opinber innkaup.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, KHG, GunnB, SAÞ, HjÁ).



     1.      Við 3. gr. Við a-lið 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tekjur aðila á grundvelli gagnkvæms viðskiptasamnings við opinberan aðila teljast ekki opinber fjármögnun.
     2.      Við 4. gr. 2. málsl. 6. mgr. falli brott.
     3.      Við 11. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimilt er samkvæmt lögum þessum að áskilja í útboðsgögnum að vara sé afhent, þjónusta veitt eða verk unnið á tilteknum stað, enda byggist slíkur áskilnaður á lögmætum kvöðum.
     4.      Við 12. gr.
              a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Öll innkaup á vörum yfir 5.000.000 kr. og kaup á þjónustu og verkum yfir 10.000.000 kr. skal bjóða út.
              b.      4. málsl. 1. mgr. falli brott.
              c.      Við bætist ný málsgrein, sem verði 2. mgr., svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki einungis gera sérleyfissamninga og samninga um kaup á þeirri þjónustu sem talin er upp í I. viðauka B í samræmi við reglur sem ráðherra setur með reglugerð.
     5.      Við 26. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Í útboðsgögnum skal tilgreina forsendur fyrir vali tilboðs með eins nákvæmum hætti og framast er unnt. Í forsendum má ekki vísa til annarra atriða en staðreynd verða á grundvelli gagna sem bjóðendur leggja fram eða með öðrum hlutlægum hætti.
     6.      Við 75. gr.
              a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við skipan nefndarinnar skal ráðherra hafa samráð við aðra opinbera aðila sem og helstu samtök sem hafa hagsmuna að gæta við framkvæmd laganna.
              b.      4. mgr. orðist svo:
                     Að beiðni fjármálaráðuneytis eða tiltekins kaupanda er kærunefnd útboðsmála heimilt að gefa ráðgefandi álit á tilteknum innkaupum þótt engin kæra hafi borist.






Prentað upp.