Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1341  —  389. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970, með síðari breytingum.

Frá minni hluta landbúnaðarnefndar (SJóh, ÞBack, GÁS).     1.      Við 3. gr. 1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Til fiskeldis eða hafbeitar þarf rekstrarleyfi veiðimálastjóra að fenginni umsögn dýralæknis fisksjúkdóma, fisksjúkdómanefndar, veiðimálanefndar og Náttúruverndar ríkisins.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      1. málsl. 3. efnismgr. c-liðar (76. gr.) orðist svo: Veiðimálastjóri getur veitt undanþágu til flutnings á eldistegundum sem ekki eru tilgreindar í rekstrarleyfi milli fiskeldis- og hafbeitarstöðva svo og til flutnings á lifandi fiski og frjóvguðum hrognum milli ótengdra vatnasvæða að fenginni umsögn dýralæknis fisksjúkdóma, fisksjúkdómanefndar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruverndar ríkisins.
                  b.      2. málsl. 5 efnismgr. e-liðar (78. gr.) orðist svo: Landbúnaðarráðherra getur einnig að fenginni umsögn dýralæknis fisksjúkdóma, veiðimálanefndar, veiðimálastjóra, Veiðimálastofnunar og Náttúruverndar ríkisins takmarkað eða bannað fiskeldi, hafbeit eða ákveðnar eldisaðferðir í einstökum fjörðum, flóum eða landssvæðum sem teljast sérstaklega viðkvæm gagnvart slíkri starfsemi.
     3.      Við 7. gr. 1. og 2. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Í fiskeldisnefnd eiga sæti fimm menn. Landbúnaðarráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn, einn án tilnefningar, einn samkvæmt tilnefningu sjávarútvegsráðherra, einn samkvæmt tilnefningu umhverfisráðherra, einn samkvæmt tilnefningu Veiðimálastofnunar og einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunarinnar.