Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1347  —  225. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um húsafriðun.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 6. gr. 2. og 3. mgr. orðist svo:
             Eigendum húsa, sem reist eru fyrir 1918, er skylt að leita álits hjá húsafriðunarnefnd með góðum fyrirvara ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa.
             Húsafriðunarnefnd skal innan fjögurra vikna tilkynna viðkomandi aðilum, að fenginni umsögn minjavarðar, hvort hún telur ástæðu til friðunar.
     2.      Við 7. gr. Í stað orðsins „friðlýsingu“ í 1. mgr. komi: friðun.
     3.      Við 11. gr. Í stað orðsins „friðlýsts“ komi: friðaðs.
     4.      Við 15. gr. Orðin „eða friðlýstri“ falli brott.
     5.      Við 16. gr. 4. mgr. falli brott.