Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1351  —  226. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 2. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður 1. mgr. orðist svo: Eigi má flytja úr landi muni og gripi sem hér eru taldir, sbr. þó 3. gr., nema formlegt leyfi skv. 3. mgr. komi til.
                  b.      3. tölul. 1. mgr. orðist svo:
                  3.    a.    Málverk og handgerðar myndir, aðrar en þær sem getið er um í b-lið 3. tölul. og 4. tölul., úr hvaða efni sem er ef þær eru eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
                        b.    Vatnslitamyndir, gvassmyndir og pastelmyndir gerðar í höndum að öllu leyti á hvaða efni sem er ef þær eru eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
                  c.      4. tölul. 1. mgr. orðist svo: Mósaíkverk úr hvaða efni sem er og að öllu leyti handunnin, sem ekki falla undir 1. eða 2. tölul., og teikningar úr hvaða efni sem er séu myndverkin að öllu leyti handunnin, eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
                  d.      2. mgr. orðist svo:
                     Leiki vafi á um aldur minja sem taldar eru upp í 1.–11. og 13.–14. tölul. 1. mgr. sker safnaráð úr, en Náttúrufræðistofnun Íslands ef 12. tölul. á við.
                  e.      Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                     Safnaráð samkvæmt safnalögum veitir formlegt leyfi til útflutnings muna eða gripa sem taldir eru upp í 1.–14. tölul. 1. mgr., þó þannig að Náttúrufræðistofnun Íslands veitir slíkt leyfi ef um er að ræða útflutning náttúrugripa skv. 4. mgr. 15. gr. laga nr. 60/1992. Ef um er að ræða muni eða gripi sem taldir eru upp í 8.–11. tölul. 1. mgr. skal safnaráð hafa samráð við Þjóðskjalasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi eftir því sem við á.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      4. mgr. orðist svo:
                     Ákvæði 2. gr. taka til menningarminja er falla undir a-lið 3. tölul. þeirrar greinar sé verðgildi þeirra 11.500.000 kr. eða meira og b-lið 3. tölul. þeirrar greinar sé verðgildi þeirra 2.300.000 kr. eða meira.
                  b.      Í stað orðsins „þjóðminjaverði“ í 5. mgr. og hvarvetna í 4.–7. gr. komi í viðeigandi beygingarföllum: safnaráði.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðsins „hann“ í 2. og 3. málsl. 3. mgr. komi: ráðið.
     4.      Við 7. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                     Við mat á gildi menningarverðmæta, er hér um ræðir, svo og um meiri háttar álitaefni, skal safnaráð hafa samráð við forstöðumenn þeirra stofnana hér á landi er einkum varðveita þess konar muni sem mál snýst um hverju sinni. Ef þörf gerist skal og leitað álits sérfróðra manna er eigi starfa við stofnanir þær er hér um ræðir.
                  b.      Í stað orðsins „hann“ í 4. mgr. komi: ráðið.
                  c.      Lokamálsliður 7. mgr. orðist svo: Menntamálaráðherra ákveður þóknun nefndarinnar.