Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1356, 126. löggjafarþing 410. mál: hjúskaparlög (könnun hjónavígsluskilyrða).
Lög nr. 65 26. maí 2001.

Lög um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31 14. apríl 1993.


1. gr.

     Í stað orðsins „Vígslumaður“ í 2. málsl. 3. mgr. 13. gr. laganna kemur: Könnunarmaður.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra skulu þó ávallt annast könnun á hjónavígsluskilyrðum ef annað hjónaefna eða bæði eiga ekki lögheimili hér á landi.
  2. Í stað orðsins „hún“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: könnunin.
  3. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki skal taka gjald fyrir útgáfu könnunarvottorðs.
  4. Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
  5.      Nú eiga ákvæði 9. gr. lögheimilislaga, nr. 21/1990, við um hagi hjónaefnis og telst það þá ekki hafa glatað lögheimili hér á landi þótt það hafi tilkynnt flutning samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu.
  6. Í stað orðanna „vígslumaður“ og „vígslumanns“ í 2. mgr. kemur: könnunarmaður, og: könnunarmanns.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „vígslumanns“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: könnunarmanns.
  2. Í stað orðanna „fjögurra mánaða“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 30 daga.


4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 2001.

Samþykkt á Alþingi 15. maí 2001.