Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1368  —  557. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Halldórs Blöndals um mat á umhverfisáhrifum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvað hefur Skipulagsstofnun fjallað um margar skýrslur um mat á umhverfisáhrifum frá því að lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993, tóku gildi?
     2.      Hversu mikill kostnaður, á núgildandi verðlagi, hefur hlotist af
                  a.      gerð áðurnefndra matsskýrslna, sundurliðað eftir einstökum framkvæmdum,
                  b.      umfjöllun Skipulagsstofnunar um þær?


    Frá gildistöku laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, hefur Skipulagsstofnun kveðið upp 122 úrskurði um mat á umhverfisáhrifum famkvæmda, sbr. meðfylgjandi töflu yfir úrskurði.
    Skipulagsstofnun hefur ekki undir höndum upplýsingar um kostnað framkvæmdaraðila sem hlotist hefur af gerð matsskýrslna um einstakar framkvæmdir.
    Frá árinu 1994 til ársins 2000 hefur kostnaður við umfjöllun Skipulagsstofnunar um hverja matsskýrslu verið að meðaltali 535.000 kr. Í þessari upphæð er innifalinn kostnaður sem er að jafnaði á bilinu 70–80.000 kr. vegna auglýsinga í Lögbirtingablaðinu, Morgunblaðinu og fjölmiðli nærri framkvæmdasvæði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.