Ferill 648. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1371  —  648. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sbr. lög nr. 46/1996.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þóru Margréti Hjaltested frá viðskiptaráðuneyti. Jafnframt hefur nefndin kynnt sér umsagnir sem bárust félagsmálanefnd um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Bændasamtökum Íslands, Félagi leiðsögumanna, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Miðstöð nýbúa, Alþýðusambandi Íslands, Hagstofu Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Flóttamannaráði Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Vélstjórafélagi Íslands, Mannréttindasamtökum innflytjenda á Íslandi og fjölskyldna þeirra, presti innflytjenda, laganefnd Lögmannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins.
    Frumvarp þetta er flutt samhliða frumvarpi félagsmálaráðherra um atvinnuréttindi útlendinga, en í báðum frumvörpunum er gert ráð fyrir því að sérstök atvinnurekstrarleyfi fyrir erlenda aðila sem vilja reka atvinnustarfsemi hér á landi í eigin nafni verði afnumin. Eftir þá breytingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir munu ákvæði um atvinnuleyfi og reglur um dvalarleyfi gilda með sama hætti um sjálfstæða atvinnurekendur og almenna launþega. Hlutafélag eða einkahlutafélag sem stofnað er af erlendum aðila búsettum hér á landi mun því sækja um atvinnuleyfi fyrir hönd hins erlenda starfsmanns með sama hætti og innlendir atvinnurekendur gera. Nefndin lítur svo á að sú skipan sem lögð er til í frumvarpinu sé til einföldunar á stjórnsýslu og eftirliti.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. maí 2001.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Gunnar Birgisson.



Magnús Stefánsson.


Einar K. Guðfinnsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.