Ferill 604. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1393  —  604. mál.
Svar


viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um vanskil einstaklinga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver voru heildarvanskil einstaklinga hjá viðskiptabönkum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum 1999, 2000 og á fyrsta ársfjórðungi 2001, annars vegar í fjárhæðum og hins vegar sem hlutfall af heildarútlánum? Óskað er eftir að fram komi sérstaklega breytingar milli ára á heildarfjárhæðum og heildarútlánum, auk fjölda þeirra sem lentu í vanskilum.
     2.      Hver voru heildarvanskil einstaklinga hjá tryggingafélögum og eignarleigum 1999, 2000 og á fyrsta ársfjórðungi 2001? Óskað er sundurliðunar eftir bílalánum og öðrum lánum og að fram komi heildarfjárhæðir vanskila, hlutfall þeirra af heildarútlánum og fjöldi þeirra sem lentu í vanskilum.
     3.      Hver var heildarvanskilakostnaður og dráttarvextir, annars vegar skv. 1. lið og hins vegar skv. 2. lið?

    Ráðherra óskaði eftir upplýsingum frá Íbúðalánasjóði, viðskiptabönkum, eignarleigum og stærstu lífeyrissjóðum og vátryggingafélögum til að svara fyrirspurninni. Upplýsingar bárust frá rúmlega helmingi fjármálafyrirtækjanna. Þess ber að geta að þar sem spurt er um einkamálefni en ekki opinbert málefni er hlutafélögum ekki skylt að veita umbeðnar upplýsingar, sbr. 54. gr. stjórnarskrárinnar. Ráðherra getur því einungis óskað eftir að fjármálafyrirtæki, önnur en Íbúðalánasjóður, svari fyrirspurninni en ekki krafist þess.
    Fjármálaeftirlitið veitti ráðuneytinu einnig helstu upplýsingar sem tiltækar eru um vanskil innlánsstofnana.

Íbúðalánasjóður.
    Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Íbúðalánasjóði. Tölur eru í millj. kr.


Dags.
Fjöldi einstaklinga Vanskil alls Þar af kostnaður Þar af dráttarvextir Heildarútlán Vanskil % af útlánum
1. okt. 1999 2.833 485,3 39,7 125,9 234.371 0,21
1. okt. 2000 2.889 440,7 37,7 121,5 263.032 0,17
1. jan. 2001 2.912 490,9 42,9 107,8 256.520 0,19

    Greiddur kostnaður samtals á árunum 1999 og 2000 og fyrstu þremur mánuðum ársins 2001 er eins og kemur fram í töflunni. Tölur eru í millj. kr.

Ár Kostnaður Dráttarvextir
1999 136,6 56,4
2000 133,1 50,4
2001 34,1 12,3

Viðskiptabankar.
    Svar barst frá einum viðskiptabanka. Hlutfall vanskila af heildarútlánum var 1,6% í árslok 1999, 0,85% í árslok 2000 og 1,1% hinn 31. mars 2001.

Lífeyrissjóðir.
    Svör bárust frá fjórum lífeyrissjóðum. Tölur eru í millj. kr.


Dags.
Fjöldi
einstaklinga
Vanskil
alls
Þar af dráttarvextir
Heildarútlán
Vanskil af útlánum %
31. des. 1999 2.106 105,6 9,1 14.169 0,7
31. des. 2000 2.339 129,3 12,8 18.155 0,7
31. mars 2001 2.819 144,8 13,7 19.480 0,7

    Hjá þremur lífeyrissjóðum af fjórum er miðað við fjölda lána í vanskilum en ekki fjölda einstaklinga. Hjá sömu lífeyrissjóðum eru vanskilin miðuð við gjalddaga en ekki eindaga, sem er 14 dögum síðar.

Vátryggingafélög.
    Svar barst frá einu vátryggingafélagi. Vanskil bílalána hjá því voru 0,45% af heild í árslok 1999, 0,65% af heild í árslok 2000 og 0,69% af heild þann 31. mars 2001.

Eignarleigur.
    Svör bárust frá þremur eignarleigum. Vanskil einstaklinga vegna bílalána og annarra lána námu um 2% af heildarskuldbindingum í árslok 1999, í árslok 2000 og 31. mars 2001.

Upplýsingar frá Fjármálaeftirliti.
    Til skamms tíma hefur Fjármálaeftirlitið ekki safnað reglubundið upplýsingum frá öllum lánastofnunum miðað við sama tímapunkt. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar fylgst óreglubundið með þessum þætti hjá einstökum lánastofnunum í tengslum við athuganir á þeim sömu stofnunum. Sú mynd sem Fjármálaeftirlitið hefur af þróun vanskila gefur til kynna að vanskilahlutföll af lánum til heimila hafi hækkað lítillega á síðustu missirum fram til ársloka 2000 eftir að hafa farið stöðugt lækkandi undanfarin ár. Vanskilahlutföll á lánum til fyrirtækja virðast hins vegar ekki hafa hækkað á sama tímabili. Fjármálaeftirlitið hóf nýlega að safna reglubundið upplýsingum um vanskil á lánum til fyrirtækja og heimila. Eftirfarandi yfirlit er byggt á þessari upplýsingasöfnun og sýnir vanskil í árslok 2000 og lok mars 2001 hjá úrtaki innlánsstofnana sem nær yfir 73% af heildarútlánum innlánsstofnana.

Vanskil hjá níu innlánsstofnunum (73% af heild).

31.12.2000 millj. kr. 31.12.2000
% af útlánum
31.3.2001
millj. kr.
31.3.2001
% af útlánum
Fyrirtæki
Útlán 323.566 336.838
Öll vanskil 9.096 2,8 9.769 2,9
Vanskil > 1 mán. 4.690 1,4 3.962 1,2
Einstaklingar
Útlán 126.502 134.118
Öll vanskil 6.256 4,9 7.628 5,7
Vanskil > 1 mán. 2.934 2,3 3.875 2,9
Samtals
Útlán 450.068 470.956
Öll vanskil 15.351 3,4 17.397 3,7
Vanskil > 1 mán. 7.624 1,7 7.837 1,7