Ferill 634. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1411  —  634. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Með frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar eru lögð til ný heildarlög um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga.
    Minni hlutinn gagnrýnir þá gjaldtöku sem fyrirhuguð er með frumvarpinu en samkvæmt núgildandi lögum og reglum settum samkvæmt þeim eru innheimtar, samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneyti, að meðaltali 3–3,5 millj. kr. á ári. Samkvæmt kostnaðarútreikningum samgönguráðuneytisins mun kostnaður Vegagerðarinnar vegna þessa málaflokks nema um 10,8 millj. kr. árlega, sbr. fylgiskjal með nefndaráliti þessu, og er áætlað að innheimta samsvarandi upphæð með nýjum gjöldum, sbr. 13. gr. frumvarpsins. Minni hlutinn mótmælir þessari auknu skattheimtu. Minni hlutinn bendir á að þessar auknu álögur munu ekki hvað síst bitna á landsbyggðinni og til þess fallnar að auka enn þann mismun sem verið hefur á vöruverði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.
    Minni hlutinn treystir sér ekki til að styðja frumvarpið og mun sitja hjá við afgreiðslu þess.

Alþingi, 17. maí 2001.



Kristján Möller,


frsm.


Lúðvík Bergvinsson.




Fylgiskjal.


Áætlun um kostnað Vegagerðarinnar vegna verkefna
við umsjón og eftirlit með fólks- og vöruflutningum.


Áætlaður fjöldi bifreiða
6.000
Áætlaður fjöldi leyfa:
Fjöldi leyfa:
Vöruflutningabifreiðar     50
Sendibifreiðar     500
Vörubifreiðar     350
Hópferðabifreiðar     300
Samtals      1.200

    Leyfi gefin út frá einu til fimm ára . um 300 leyfi á ári

Kostnaður:      m.kr.
Hálft starf skrifstofumanns      2,2
Hálft starf eftirlitsmanns     2,7
Hálft starf lögreglumanns     2,7
Akstur eftirlitsbifreiða     2,3
Námskeiðskostnaður     0,3
Stjórnun, umsjón, húsnæði 5%     0,6
Samtals     10,8
Fjöldi leyfa Gjald fyrir leyfi á ári m.kr.
Leyfi fyrir sendibifreiðar     500     5.000     2,5
Leyfi fyrir aðrar vöru- og efnisflutningabifreiðar
    700

    10.000

7,0
Sérleyfi og einkaleyfi 20     20.000     0,4
Leyfi fyrir sérbúnar bifr. 30     4.000     0,1
Samtals     10,0