Ferill 597. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1419  —  597. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, nr. 60/1992, með síðari breytingum.

Frá Einari Má Sigurðarsyni.



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „launum forstöðumanns“ í 3. málsl. komi: meðallaunum forstöðumanna setra.
                  b.      Orðin „launakjör forstöðumanns“ í lokamálslið falli brott.
     2.      Við 4. gr. Við a-lið bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                  f.      að annast önnur verkefni fyrir Náttúruvernd ríkisins, t.d. rekstur gestastofa, sbr. 31. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999,
                  g.      að safna upplýsingum fyrir náttúruverndaráætlanir, sbr. 65. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999.
     3.      Við 5. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Starfstími stjórnar er milli almennra sveitarstjórnarkosninga.