Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1498, 126. löggjafarþing 589. mál: Suðurlandsskógar (starfssvæði).
Lög nr. 89 31. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum nr. 93/1997, um Suðurlandsskóga.


1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Tilgangur laga þessara er að stuðla að ræktun fjölnytjaskóga og skjólbelta í Gullbringusýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Austur- Skaftafellssýslu og umhirðu þess skóglendis sem þar er fyrir og treysta með því byggð og fjárfesta í nýrri auðlind sem efla mun atvinnulíf í framtíðinni.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.