Aukaþing Alþingis um byggðamál

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 13:45:23 (3661)

2002-01-29 13:45:23# 127. lþ. 62.5 fundur 24. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[13:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er dálítið undrandi á því að hv. þm. telur velferðarkerfið vera minna virði en umræða um byggðamál. Ég er nú á þeirri skoðun að það væri ekki síður ástæða til að hafa aukaþing um velferðarkerfið, allar þær gloppur sem þar eru og jafnvel oftryggingar sem eru í gangi í því kerfi. Ég mundi enn frekar vilja hafa aukaþing um velferðarkerfið og gera það skilvirkara og rökréttara. Það endar náttúrlega með því, af því að þingmenn hafa alls konar áhugamál, að við verðum með endalaus aukaþing. Og hvar er þá aðalþingið?