Verndaráætlanir samkvæmt Ramsar-samþykktinni

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 18:30:27 (3754)

2002-01-29 18:30:27# 127. lþ. 62.17 fundur 276. mál: #A verndaráætlanir samkvæmt Ramsar-samþykktinni# þál., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[18:30]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd þingflokks míns, Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, lýsa fullum stuðningi við þáltill. Við teljum mikilvægt að hún fái góða afgreiðslu og það á þessu þingi. Dregist hefur úr hömlu að semja verndaráætlun um nýtingu íslensku Ramsar-svæðanna. Það er staðreynd að eingöngu hafa verið tilnefnd þrjú svæði. Við eigum að klára þá vinnu. Við eigum að setja metnað okkar í að gera þessa áætlun og fylgja því eftir sem í áætluninni felst, þ.e. að fara í rannsóknir og skráningu. Að öllum líkindum mun slík vinna skila okkur í fyrsta lagi bættri umgengni við náttúruna og í öðru lagi aukinni vitund um verndargildi náttúrunnar og aukinni ferðaþjónustu og arðsemi henni tengdri.