Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 15:38:53 (3903)

2002-02-04 15:38:53# 127. lþ. 68.10 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[15:38]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að þetta mál hefur í þrígang verið afgreitt úr menntmn. Öll þau skipti hefur meiri hlutinn mælt með samþykkt þess. Þannig var meiri hluti nefndarinnar í raun búinn að taka ákvörðun löngu áður en þessi könnun var gerð. Þessi könnun hafði því engin áhrif á það. Hins vegar er engin ástæða til að draga það ekki fram í þessari umræðu.

Ég vil bara ítreka að þessi könnun var ekki nefnd sem sérstök rök fyrir því að málið yrði samþykkt. Það er búið að fara ítarlega yfir málið í nefndinni og niðurstaða meiri hluta nefndarinnar er sú að það eigi að liggja í valdi hvers einstaklings hvaða íþrótt hann stundar.