Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 15:40:50 (3905)

2002-02-04 15:40:50# 127. lþ. 68.10 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[15:40]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Eins og ég kom að áðan, herra forseti, er ljóst að meiri hluti menntmn. var löngu búinn að móta afstöðu sína í þessu máli. Það er engin ástæða til þess hins vegar að ekki megi koma inn á það hér í umræðum um þetta mál að slík skoðanakönnun hafi farið fram og niðurstaðan hafi verið sú að 60% þjóðarinnar eru hlynnt því að lögleiða íþróttina. Mér þykir það ekki verra að aðrir skuli í þessu máli hafa sömu skoðun og meiri hluti nefndarinnar.

Meginrökin í málinu eru auðvitað þau að hver og einn eigi sjálfur að geta ákveðið hvaða íþróttagrein hann stundar. Það er alveg ljóst að það verða alls konar slys í öðrum íþróttagreinum en boxi. Það er alþekkt í íþróttaiðkun að slíkt geti gerst. Við sáum það síðast nú í handknattleiknum að þar þurfti að sauma einn leikmanna meðan á leik stóð.