Verslun með áfengi og tóbak

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 18:39:54 (3953)

2002-02-04 18:39:54# 127. lþ. 68.11 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[18:39]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. hafi alveg snúið hlutunum við og ég skil ekki alveg út á hvað andsvarið gengur, a.m.k. er þetta algjör mistúlkun á orðum mínum. Ég held að ég hafi ekki sagt að áfengisneysla ykist við þetta frv. Ég minntist bara ekkert á það þannig að ég skil ekki spurninguna og treysti mér ekki til að svara henni af því að þetta lýsir ekki því sem ég var að segja hér.

Ég sagði heldur ekki að alkóhólismi væri bara í genum. Ég sagði --- ég man ekki nákvæmlega orðalagið --- að kannski byggðist hann meira á genum en menn hefðu áttað sig á. Það stendur. Og það er búið að staðsetja genið.